Lögfræðiþjónusta Akraness var stofnuð árið 2011 af Sigurði Má Gunnarssyni lögfræðingi B.A. Sigurður nam við lagadeild Háskólans Reykavík og náði þeim merka áfanga að fá í þrígang verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur. Sigurður hefur viðtæka starfsreynslu úr lögreglunni eftir að hafa starfað þar til margra ára.
Við hjá Lögfræðiþjónustu Akraness sérhæfum okkur í hagsmunagæslu við innheimtu slysabóta en veitum einnig almenna lögfræðiaðstoð og ráðgjöf á öðrum sviðum lögfræðinnar s.s er varða almennan kauparétt (þar á meðal fasteignakauparétt), samningsgerð (t.a.m á sviði sifja- og erfðaréttar) og skaðabótarétt. Það hefur ávallt verið meginmarkmið lögfræðiþjónustunnar að veita persónulega og vandaða þjónustu þar sem metnaður fyrir hagsmunum þínum eru í forgrunni. Við munum í hvívetna sinna af alúð og samviskusemi þeim störfum sem okkur er trúað fyrir.
Trúnaður er lykilhugtak Lögfræðiþjónustu Akraness. Þínir hagsmunir eru okkar atvinna og við tökum atvinnu okkar alvarlega. Lögfræðiþjónusta Akraness leggur ríka áherslu á trúnað við skjólstæðinga þess og mun verja þagnarskylduna fyrir dómstólum, komi til þess.
Okkar skjólstæðingar geta verið fullvissir um að við munum vinna að fullum heillindum að hverju einasta máli og ávallt með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Við munum í hvívetna sinna af alúð þeim störfum sem okkur er trúað fyrir og neyta allra lögmætra úrræða til að gæta lögvarinna hagsmuna skjólstæðinga okkar.